Frelsi fjórða valdsins Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 18. október 2017 15:30 Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar