Handbolti

„Heitir pabbi hans Fritur?“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, hefur hlaðið í nokkrar góðar sögur við upphaf tímabils og ein smellin datt í hús í þættinum á mánudagskvöldið.

Þegar sýnd var ansi slæm sending Elíasar Bóassonar, leikmanns ÍR, í hraðaupphlaupi liðsins í tapi á Selfossi í síðustu umferð sagði Jóhann Gunnar sögu frá því þeir spiluðu saman í Fram.

„Elías var að spila með okkur í Fram og við vorum að spila á móti Bjarna Fritzsyni. Elías er kannski búinn að bæta sig núna en hann var ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni á þeim tíma,“ sagði Jóhann Gunnar en Bjarni Fritzson er nú þjálfari Elíasar hjá ÍR.

„Bjarni Fritzson, heitir pabbi hans Fritur?“ spurði Elías Bóasson á þeim tíma en líklega er hann búinn að komast að hinu rétta núna.

Þetta brot úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Best í september

Í Seinni bylgjunni í gær var opinberað hver væru leikmenn september-mánaðar í Olís-deildum karla og kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×