Iðnnám er töff Ágúst Már Garðarsson skrifar 18. október 2017 10:45 Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar. Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða. En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt. Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar. Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða. En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt. Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar