Ákall til frambjóðenda í komandi Alþingiskosningum Sævar Þór Jónsson skrifar 18. október 2017 10:00 Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun