Ákall til frambjóðenda í komandi Alþingiskosningum Sævar Þór Jónsson skrifar 18. október 2017 10:00 Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar