Trump boðar slag við McCain Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 18:00 Donald Trump og John McCain. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira