Á höllum brauðfæti? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 17. október 2017 16:35 Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun