Takk fyrir hlýjar móttökur Michael Mann skrifar 18. október 2017 07:00 Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í síðasta mánuði að færa herra Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf mitt sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ég vanmet ekki forréttindin sem í því felast að gegna þessu starfi. Um þessar mundir eru spennandi tímar til að starfa fyrir ESB. Ég gæti ekki hugsað mér betri stöðuveitingu. Ég er strax orðinn hugfanginn af þessu fallega landi, sem er svo orkuríkt og stendur framarlega á ótal sviðum. Hvarvetna á Íslandi hef ég mætt hlýju frá þeim sem ég hef hitt og vil þakka fyrir það.Ísland og ESB Ísland er á meðal þeirra landa sem hafa hvað nánust tengsl við Evrópusambandið. Þó er ég sannfærður um að á mörgum sviðum geta ESB og Ísland stofnað til enn nánara samstarfs, til að mynda við þróun og útbreiðslu grænnar orku og í glímunni við loftslagsbreytingar, ásamt því að tryggja sjálfbærni Norðurslóða til framtíðar. Helsti grundvöllur samstarfs okkar er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem færir íbúum og fyrirtækjum Íslands aðgang að innri markaði hálfs milljarðs manna. Innri markaðurinn og fjórfrelsi hans – sem tryggir frjálst flæði varnings, fjármagns, þjónustu og vinnuafls – er eitt af því sem ESB er afar hreykið af. Ísland er einnig þátttakandi í öðru afreksverki, hinu svokallaða Schengen-samkomulagi, sem tryggir íbúum aðildarríkja þess ferðalög án landamæra.Evrópuverkefnið í stærra samhengi ESB er sannarlega magnað verkefni. Það hefur fært álfunni frið og velsæld í 70 ár. Með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi hefur það gert lönd Evrópu aflmeiri sameiginlega en þau væru hvert fyrir sig – til dæmis með því að stuðla að sanngjörnum og opnum viðskiptum á heimsvísu. Sé aðeins litið til síðustu örfárra mánaða höfum við lokið við öfundsverða, nútímalega og heildstæða fríverslunarsamninga við efnahagsrisa eins og Kanada og Japan, og fleiri eru í burðarliðnum. Í samningunum felst meðal annars að þessi lönd taka mið af evrópskum stöðlum, bæði um matvælaöryggi og gæðakröfur til varnings og sérstakt tillit er tekið til umhverfismála. Einnig er alþjóðareglum framfylgt um réttindi launafólks. Með þessum samningum erum við því ekki einungis að auka viðskipti heldur höfum við bein og betrumbætandi áhrif á alþjóðavæðinguna, öllum til hagsbóta. Einnig er Evrópusambandið um allan heim þekkt sem forystuafl í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í heimspólitísku samhengi vildi ég til dæmis nefna þátt okkar í að liðka fyrir sögulegu samkomulagi við Íran um kjarnorkustefnu þess. Þá er ég afar stoltur af því hvernig ESB hefur nýverið tekið forystu á heimsvísu til að vernda persónulegar upplýsingar okkar fyrir stórfyrirtækjum á hinu nýja sviði rafrænna samskipta, svo fátt eitt sé nefnt.Váboðar Ég þarf ekki að taka það fram að við lifum í óstöðugum og óvissum heimi. Og ekki aðeins í alþjóðastjórnmálum. Bráðnandi jöklar heimskautanna og þeir ógnvænlegu stormar sem leggja hluta Karíbaeyja í rúst sýna alvarlegar afleiðingar hnatthlýnunarinnar. Evrópa – eins og margir aðrir hlutar heimsins – stendur frammi fyrir áskorun mikilla fólksflutninga. Að ekki sé minnst á hina nýju hryðjuverkaógn. Myndin flækist enn þegar veigamiklir bandamenn endurmeta forgangsröðun sína og hlutverk sitt á alþjóðavettvangi. Því er það mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að hlutverk ESB sé í samræmi við pólitískt og diplómatískt vægi þess. ESB mun sem fyrr vera öflugur og ómissandi þátttakandi á sviðum friðar, öryggis og samfélagsþróunar.Brexit og framtíð ESB Ég er sjálfur frá Bretlandi, landi sem brátt mun stíga út úr ESB. Þrátt fyrir að það verði stund sorgar og eftirsjár fyrir ESB, munum við ekki láta það halda aftur af sambandinu. Þvert á móti aukast sífellt væntingar ESB til framtíðarinnar. Við ræðum nú um hvernig eigi að auka samstarf okkar, sem samband 27 aðildarríkja, á sama tíma og við undirbúum aðild Vestur-Balkanríkja. Á sumum sviðum höfum við náð meiri árangri á nýliðnu hálfu ári en á áratugum fram að því. Hagvöxtur innan ESB hefur stigið fram úr hagvexti Bandaríkjanna síðustu tvö ár, atvinnuleysi er það lægsta í níu ár og skoðanakannanir sýna vaxandi stuðning við ESB. Þetta er sannarlega skemmtilegur tími til að vera fulltrúi ESB á Íslandi. Ég er sannfærður um að við getum enn eflt hið góða samstarf okkar. Ég hlakka til.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Michael Mann Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í síðasta mánuði að færa herra Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf mitt sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ég vanmet ekki forréttindin sem í því felast að gegna þessu starfi. Um þessar mundir eru spennandi tímar til að starfa fyrir ESB. Ég gæti ekki hugsað mér betri stöðuveitingu. Ég er strax orðinn hugfanginn af þessu fallega landi, sem er svo orkuríkt og stendur framarlega á ótal sviðum. Hvarvetna á Íslandi hef ég mætt hlýju frá þeim sem ég hef hitt og vil þakka fyrir það.Ísland og ESB Ísland er á meðal þeirra landa sem hafa hvað nánust tengsl við Evrópusambandið. Þó er ég sannfærður um að á mörgum sviðum geta ESB og Ísland stofnað til enn nánara samstarfs, til að mynda við þróun og útbreiðslu grænnar orku og í glímunni við loftslagsbreytingar, ásamt því að tryggja sjálfbærni Norðurslóða til framtíðar. Helsti grundvöllur samstarfs okkar er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem færir íbúum og fyrirtækjum Íslands aðgang að innri markaði hálfs milljarðs manna. Innri markaðurinn og fjórfrelsi hans – sem tryggir frjálst flæði varnings, fjármagns, þjónustu og vinnuafls – er eitt af því sem ESB er afar hreykið af. Ísland er einnig þátttakandi í öðru afreksverki, hinu svokallaða Schengen-samkomulagi, sem tryggir íbúum aðildarríkja þess ferðalög án landamæra.Evrópuverkefnið í stærra samhengi ESB er sannarlega magnað verkefni. Það hefur fært álfunni frið og velsæld í 70 ár. Með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi hefur það gert lönd Evrópu aflmeiri sameiginlega en þau væru hvert fyrir sig – til dæmis með því að stuðla að sanngjörnum og opnum viðskiptum á heimsvísu. Sé aðeins litið til síðustu örfárra mánaða höfum við lokið við öfundsverða, nútímalega og heildstæða fríverslunarsamninga við efnahagsrisa eins og Kanada og Japan, og fleiri eru í burðarliðnum. Í samningunum felst meðal annars að þessi lönd taka mið af evrópskum stöðlum, bæði um matvælaöryggi og gæðakröfur til varnings og sérstakt tillit er tekið til umhverfismála. Einnig er alþjóðareglum framfylgt um réttindi launafólks. Með þessum samningum erum við því ekki einungis að auka viðskipti heldur höfum við bein og betrumbætandi áhrif á alþjóðavæðinguna, öllum til hagsbóta. Einnig er Evrópusambandið um allan heim þekkt sem forystuafl í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í heimspólitísku samhengi vildi ég til dæmis nefna þátt okkar í að liðka fyrir sögulegu samkomulagi við Íran um kjarnorkustefnu þess. Þá er ég afar stoltur af því hvernig ESB hefur nýverið tekið forystu á heimsvísu til að vernda persónulegar upplýsingar okkar fyrir stórfyrirtækjum á hinu nýja sviði rafrænna samskipta, svo fátt eitt sé nefnt.Váboðar Ég þarf ekki að taka það fram að við lifum í óstöðugum og óvissum heimi. Og ekki aðeins í alþjóðastjórnmálum. Bráðnandi jöklar heimskautanna og þeir ógnvænlegu stormar sem leggja hluta Karíbaeyja í rúst sýna alvarlegar afleiðingar hnatthlýnunarinnar. Evrópa – eins og margir aðrir hlutar heimsins – stendur frammi fyrir áskorun mikilla fólksflutninga. Að ekki sé minnst á hina nýju hryðjuverkaógn. Myndin flækist enn þegar veigamiklir bandamenn endurmeta forgangsröðun sína og hlutverk sitt á alþjóðavettvangi. Því er það mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að hlutverk ESB sé í samræmi við pólitískt og diplómatískt vægi þess. ESB mun sem fyrr vera öflugur og ómissandi þátttakandi á sviðum friðar, öryggis og samfélagsþróunar.Brexit og framtíð ESB Ég er sjálfur frá Bretlandi, landi sem brátt mun stíga út úr ESB. Þrátt fyrir að það verði stund sorgar og eftirsjár fyrir ESB, munum við ekki láta það halda aftur af sambandinu. Þvert á móti aukast sífellt væntingar ESB til framtíðarinnar. Við ræðum nú um hvernig eigi að auka samstarf okkar, sem samband 27 aðildarríkja, á sama tíma og við undirbúum aðild Vestur-Balkanríkja. Á sumum sviðum höfum við náð meiri árangri á nýliðnu hálfu ári en á áratugum fram að því. Hagvöxtur innan ESB hefur stigið fram úr hagvexti Bandaríkjanna síðustu tvö ár, atvinnuleysi er það lægsta í níu ár og skoðanakannanir sýna vaxandi stuðning við ESB. Þetta er sannarlega skemmtilegur tími til að vera fulltrúi ESB á Íslandi. Ég er sannfærður um að við getum enn eflt hið góða samstarf okkar. Ég hlakka til.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar