Áskorun til forystumanna flokkanna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. október 2017 09:30 Kæri frambjóðandi til Alþingis Senn líður að kosningum og Afstaða, félag fanga, óskar eftir því að flokkur þinn setji málefni fanga á stefnuskrá sína. Í gegnum árin hefur félagið átt í góðu samstarfi við þingmenn og þingnefndir og er kominn tími til að umræða um fangelsismál fái meira vægi, og að stjórnmálaflokkar setji sér raunhæfa stefnu í málaflokknum. Hvar sem við komum og við hvern er rætt þá eru allir sammála um að nám og starfsþjálfun í fangelsum sé lykillinn að betrun og nauðsynlegt að sé að stórefla framboðið. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst. Afstaða er félag sem hingað til hefur ekki tekið sér stöðu með ákveðnum stjórnmálaflokki en hingað og ekki lengra. Stjórn Afstöðu hefur ákveðið að beina því til félagsmanna sinna og aðstandenda þeirra að kjósa þann stjórnmálaflokk sem setur verknám og starfsþjálfun fanga á sína stefnuskrá ásamt því að vinna að heildstæðri pólitískri stefnumótun í fangelsismálum á Íslandi. Fyrir hönd Afstöðu óska ég hér með eftir fundi með þér og efsta fólki á lista flokksins og getum við þá rætt um málaflokkinn í heild og það eina mál sem við teljum í algjörum forgangi þegar kemur að betrun fanga í íslenskum fangelsum, þ.e. verknám og starfsþjálfun.Verknám í fangelsin Mikilvægt er að fangar hafi góða möguleika til náms, enda er nám besta leiðin til betrunar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir fangar sem leggja stund á nám eru ólíklegri en aðrir fangar til að lenda aftur í afplánun. Margir fangar glíma aftur á móti við námsörðugleika og því hentar hefðbundið bóklegt nám ekki öllum. Í fangelsum landsins er engu að síður fyrst og fremst hægt að leggja stund á slíkt nám. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsum og þá sérstaklega með verknám í huga, líkt og er gert á Norðurlöndunum. Við megum ekki horfa á fangelsi sem geymslustað fyrir afbrotamenn, heldur þurfum við að líta á þau sem endurhæfingarstöð fyrir einstaklinga sem villst hafa af braut. Það liggur fyrir að sjaldgæft er að einstaklingar geti hafið nám að lokinni afplánun. Kemur þar margt til, eins og nýleg aldurstakmörk framhaldsskóla, þeir fá hvorki námslán né framfærslu og neyðast því flestir til þess að leggja námið á hilluna þegar úr fangelsi er komið. Því er mikilvægt að boðið sé upp á stuttar leiðir í starfsnámi/verknámi sem nýtist einstaklingunum til jákvæðrar þátttöku í samfélaginu. Fangar á Íslandi hafa í mörgum tilvikum sóst eftir því að fara í verknám, en slíkt hefur ekki verið mögulegt. Því hefur Afstaða lengi bent á mikilvægi þess að fangar hafi möguleika á að stunda verknám meðan á afplánun stendur. Félagið telur réttast að fangar geti nýtt þann tíma sem þeir afplána dóm til að byggja sig upp til virkrar þátttöku í samfélaginu – og þar með atvinnulífinu – með aðgangi að starfsþjálfun og verknámi.Staðreynd 1 Áttatíu prósent þeirra sem afplána refsidóma í íslenskum fangelsum hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi. Margir hafa ekki einu sinni lokið grunnskólanum. Menntunarstaða íslenskra fanga er lakari en hjá hinum norrænu þjóðunum.Hvað er til ráða? Nauðsynlegt er að þróa námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með verknám í huga, eins og gert er hjá hinum norrænu þjóðunum.Staðreynd 2 Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi og umræðan að undanförnu ber þess merki.Hvað er til ráða? Stjórnmálaflokkur sem er tilbúinn í þverfaglega vinnu um fangelsismál þar sem útkoman er stefnumótun til framtíðar fær stuðning Afstöðu, félags fanga og aðstandanda þeirra! Yfirvöld í öðrum löndum eru fyrir löngu búin að átta sig á hagkvæmi þess að nota nám sem betrun. Og ekki skal dregið úr því að tækifærin til bóknáms eru til staðar. En þannig vitnað sé í orð Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 23. september 2017: „Við þurfum að endurhugsa hvernig nám fyrir þennan hóp á að líta út, ég vil ekki missa það nám sem við höfum en myndi vilja geta boðið upp á nám sem hentar þessum einstaklingum betur, þá til dæmis styttra nám. Ég vann lengi í fangelsum erlendis og þar var föngum kennt að pípuleggja, leggja flísar, vinna jarðvinnu, eitthvað sem þeir gátu tekið með sér út í samfélagið að afplánun lokinni.“ Þetta er einmitt málið. Verknám og starfsnám hefur algjörlega setið á hakanum í íslenskum fangelsum. Og nú er kominn tími til að snúa við blaðinu, mennta íslenska fanga til betri verka. Í sömu umfjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins var rætt við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing, sem hefur kynnt sér þessi mál. „Námið er meira og minna allt bóklegt á framhaldsskólastigi en við sáum mikinn áhuga meðal fanga að komast í verknám, sem hentar mörgum þeirra kannski betur.“ Þá má vísa til orða Gylfa Þorsteinssonar, kennslustjóra FSU í fangelsum, í Stundinni frá 5. apríl 2017 en hann segir að hæsti hjallinn að klífa sé verklegi hluti iðn- og starfsnáms, þ.e. verknáms. „Þar strandar á tólum, tækjum og aðstöðu. Engin verknámsaðstaða er í íslenskum fangelsum, nema á Litla-Hrauni, og þar er hún af skornum skammti.“ Hann bendir á að töluverður kostnaður geti fylgt verknámi og veltir fyrir sér hvort það sé ástæða þess að svo lítil áhersla hafi verið lögð á verknám í skólakerfinu á Íslandi. Afstaða telur starfsmenntun einn mikilvægasta þátt í betrun fanga og hvetur stjórnmálaflokka landsins að taka upp þetta mál í stefnumótun sinni í fangelsismálum og koma á verknámi í fangelsum landsins. Verknám veitir fleiri og skilvirkari tækifæri fyrir fanga og opnar skýrari leiðir út í samfélagið. Með aukinni atvinnuþátttöku fanga verður kerfið bæði hagkvæmara og skilvirkara, samfélaginu öllu í hag!F.h. Afstöðu, félags fanga á ÍslandiGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Kosningar 2017 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi til Alþingis Senn líður að kosningum og Afstaða, félag fanga, óskar eftir því að flokkur þinn setji málefni fanga á stefnuskrá sína. Í gegnum árin hefur félagið átt í góðu samstarfi við þingmenn og þingnefndir og er kominn tími til að umræða um fangelsismál fái meira vægi, og að stjórnmálaflokkar setji sér raunhæfa stefnu í málaflokknum. Hvar sem við komum og við hvern er rætt þá eru allir sammála um að nám og starfsþjálfun í fangelsum sé lykillinn að betrun og nauðsynlegt að sé að stórefla framboðið. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst. Afstaða er félag sem hingað til hefur ekki tekið sér stöðu með ákveðnum stjórnmálaflokki en hingað og ekki lengra. Stjórn Afstöðu hefur ákveðið að beina því til félagsmanna sinna og aðstandenda þeirra að kjósa þann stjórnmálaflokk sem setur verknám og starfsþjálfun fanga á sína stefnuskrá ásamt því að vinna að heildstæðri pólitískri stefnumótun í fangelsismálum á Íslandi. Fyrir hönd Afstöðu óska ég hér með eftir fundi með þér og efsta fólki á lista flokksins og getum við þá rætt um málaflokkinn í heild og það eina mál sem við teljum í algjörum forgangi þegar kemur að betrun fanga í íslenskum fangelsum, þ.e. verknám og starfsþjálfun.Verknám í fangelsin Mikilvægt er að fangar hafi góða möguleika til náms, enda er nám besta leiðin til betrunar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir fangar sem leggja stund á nám eru ólíklegri en aðrir fangar til að lenda aftur í afplánun. Margir fangar glíma aftur á móti við námsörðugleika og því hentar hefðbundið bóklegt nám ekki öllum. Í fangelsum landsins er engu að síður fyrst og fremst hægt að leggja stund á slíkt nám. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsum og þá sérstaklega með verknám í huga, líkt og er gert á Norðurlöndunum. Við megum ekki horfa á fangelsi sem geymslustað fyrir afbrotamenn, heldur þurfum við að líta á þau sem endurhæfingarstöð fyrir einstaklinga sem villst hafa af braut. Það liggur fyrir að sjaldgæft er að einstaklingar geti hafið nám að lokinni afplánun. Kemur þar margt til, eins og nýleg aldurstakmörk framhaldsskóla, þeir fá hvorki námslán né framfærslu og neyðast því flestir til þess að leggja námið á hilluna þegar úr fangelsi er komið. Því er mikilvægt að boðið sé upp á stuttar leiðir í starfsnámi/verknámi sem nýtist einstaklingunum til jákvæðrar þátttöku í samfélaginu. Fangar á Íslandi hafa í mörgum tilvikum sóst eftir því að fara í verknám, en slíkt hefur ekki verið mögulegt. Því hefur Afstaða lengi bent á mikilvægi þess að fangar hafi möguleika á að stunda verknám meðan á afplánun stendur. Félagið telur réttast að fangar geti nýtt þann tíma sem þeir afplána dóm til að byggja sig upp til virkrar þátttöku í samfélaginu – og þar með atvinnulífinu – með aðgangi að starfsþjálfun og verknámi.Staðreynd 1 Áttatíu prósent þeirra sem afplána refsidóma í íslenskum fangelsum hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi. Margir hafa ekki einu sinni lokið grunnskólanum. Menntunarstaða íslenskra fanga er lakari en hjá hinum norrænu þjóðunum.Hvað er til ráða? Nauðsynlegt er að þróa námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með verknám í huga, eins og gert er hjá hinum norrænu þjóðunum.Staðreynd 2 Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi og umræðan að undanförnu ber þess merki.Hvað er til ráða? Stjórnmálaflokkur sem er tilbúinn í þverfaglega vinnu um fangelsismál þar sem útkoman er stefnumótun til framtíðar fær stuðning Afstöðu, félags fanga og aðstandanda þeirra! Yfirvöld í öðrum löndum eru fyrir löngu búin að átta sig á hagkvæmi þess að nota nám sem betrun. Og ekki skal dregið úr því að tækifærin til bóknáms eru til staðar. En þannig vitnað sé í orð Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 23. september 2017: „Við þurfum að endurhugsa hvernig nám fyrir þennan hóp á að líta út, ég vil ekki missa það nám sem við höfum en myndi vilja geta boðið upp á nám sem hentar þessum einstaklingum betur, þá til dæmis styttra nám. Ég vann lengi í fangelsum erlendis og þar var föngum kennt að pípuleggja, leggja flísar, vinna jarðvinnu, eitthvað sem þeir gátu tekið með sér út í samfélagið að afplánun lokinni.“ Þetta er einmitt málið. Verknám og starfsnám hefur algjörlega setið á hakanum í íslenskum fangelsum. Og nú er kominn tími til að snúa við blaðinu, mennta íslenska fanga til betri verka. Í sömu umfjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins var rætt við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing, sem hefur kynnt sér þessi mál. „Námið er meira og minna allt bóklegt á framhaldsskólastigi en við sáum mikinn áhuga meðal fanga að komast í verknám, sem hentar mörgum þeirra kannski betur.“ Þá má vísa til orða Gylfa Þorsteinssonar, kennslustjóra FSU í fangelsum, í Stundinni frá 5. apríl 2017 en hann segir að hæsti hjallinn að klífa sé verklegi hluti iðn- og starfsnáms, þ.e. verknáms. „Þar strandar á tólum, tækjum og aðstöðu. Engin verknámsaðstaða er í íslenskum fangelsum, nema á Litla-Hrauni, og þar er hún af skornum skammti.“ Hann bendir á að töluverður kostnaður geti fylgt verknámi og veltir fyrir sér hvort það sé ástæða þess að svo lítil áhersla hafi verið lögð á verknám í skólakerfinu á Íslandi. Afstaða telur starfsmenntun einn mikilvægasta þátt í betrun fanga og hvetur stjórnmálaflokka landsins að taka upp þetta mál í stefnumótun sinni í fangelsismálum og koma á verknámi í fangelsum landsins. Verknám veitir fleiri og skilvirkari tækifæri fyrir fanga og opnar skýrari leiðir út í samfélagið. Með aukinni atvinnuþátttöku fanga verður kerfið bæði hagkvæmara og skilvirkara, samfélaginu öllu í hag!F.h. Afstöðu, félags fanga á ÍslandiGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar