Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:44 Vísir/Getty Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum. Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum.
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira