Fátækt gamalla kvenna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2017 08:32 Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun