
Hvað ætlar þú að gera á morgun? Ég ætla að kjósa
Ég ætla að kjósa og ég ætla ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvar atkvæðið mitt lendir. Það er ekkert sem heitir dautt atkvæði nema þú mætir ekki á kjörstað.
Ég vona að þú kjósir ekki með gömlu stjórnmálunum, gömlu stefnunum, sömu gömlu endurunnu loforðunum. Þú hefur heyrt þau áður og þú munt heyra þau áfram í framtíðinni, nema þú ákveðir að breyta því hvernig stjórnmálin eiga að fara fram. Það gerist ekkert nema þú ákveðir það.
Ég vona að við endum ekki uppi með tvær stórar blokkir á sitthvorum enda stjórnmálanna, heldur reynum að tryggja að minni flokkar á miðjunni geti haft raunveruleg áhrif og miðlað málum sem rödd skynsemi, sátta og langtíma stefnu.
En ég vona umfram allt að þú kjósir. Að þú takir afstöðu. Bara þannig getum við breytt hlutunum.
En þegar þú kýst, þá hvet ég þig til að kjósa gegn leyndarhyggju, gegn eiginhagsmunagæslu, gegn ofbeldi, gegn innihaldslausum loforðum.
Ég hvet þig til að kjósa með hjartanu, sannfæringu þinni, metnaði og trú á að það sé raunverulega hægt að breyta hvernig við högum okkur.
Ég hvet þig til að kjósa fólk sem þú treystir til að framfylgja langtíma stefnu, fólk sem hefur sýnt að það meinar það sem það segir og gerir það sem það meinar.
Ég hvet þig til að kjósa flokk sem er heiðarlegur í orði og verki, byggir á sönnum gildum og hugsar meira um þinn hag, en að viðhalda sjálfum sér í valdastöðu.
Ég hvet þig til að hugsa til framtíðar, en ekki til fjögurra ára í senn.
Fyrst og fremst hvet þig til að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli.
Ég ætla að kjósa Bjarta framtíð því ég vil taka þátt í að breyta stjórnmálum. Ég set x við A á morgun.
Arnbjörn Ólafsson
Höfundur skipar annað sæti á lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi
Skoðun

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar