Meira af því sama eða eitthvað nýtt? Starri Reynisson skrifar 27. október 2017 15:06 Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka. Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.Starri ReynissonHöfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Starri Reynisson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka. Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.Starri ReynissonHöfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar