Frítekjumark ellilífeyrisþega Haukur Haraldsson skrifar 27. október 2017 07:00 Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun