Kjósum gott samfélag Eva Baldursdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun