Kjósum gott samfélag Eva Baldursdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun