6 helstu velferðarmál Íslendinga Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. október 2017 07:00 Eftir langa dvöl erlendis sér undirritaður að nokkru stöðu mála hér með augum aðkomumannsins. Það þýðir auðvitað ekki, að ég sjái allt réttar en heimamenn, en kannski sumt. Alla vega geta ný sjónarmið hresst upp á hugsun, umræðu og skoðunarmyndun.1. Upptaka evru eða beintenging krónu Efnahagslegar sveiflur hafa verið gífurlegar, einkum vegna smæðar og styrkleysis krónunnar. Hefur þetta valdið landsmönnum mikilli óvissu og oft hörmungum og fári. Þetta styrkleysi krónunnar hefur líka kallað á okurvexti, sem hafa legið eins og mara á lántakendum og skuldurum. Til að leysa þetta stærsta einstaka vandamál þjóðarinnar, þarf, annað hvort, að taka upp evru eða beintengja krónuna við evru, t.a.m. á grundvelli gengisins 1:130, en Danir hafa beintengt dönsku krónuna við evru, og hefur það tryggt Dönum sama efnahagslega stöðugleikann og sömu lágu vextina og gilda í evru-löndunum.2. Stórfelld vaxtalækkun Með ofangreindri aðferð og ábyrgri efnahags- og peningastjórn, ætti að vera hægt að lækka stýrivexti um 3,0-3,5% í framhaldinu. Slík vaxtalækkun gæti sparað landsmönnum allt að 180 milljörðum króna á ári, en heildarskuldsetning Íslendinga er um 6.000 milljarðar; Heimilin gætu sparað um 57 milljarða á ári = 60.000,00 krónur á mánuði hvert, fyrirtæki gætu sparað 75 milljarða og ríkið og sveitarfélög gætu sparað 48 milljarða á ári.3. Nákvæm úttekt á ríkisbákninu Mikið hefur orðið hér til af alls konar stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins. Má nefna Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sem vinna að svipuðum verkefnum. Mér er líka til efs, að ýtrustu hagkvæmni sé gætt í ráðuneytum og opinberum stofnunum. Í fyrirtækjum þarf stöðugt að hreinsa til og draga úr óþarfa kostnaði til að fyrirtækin geti staðið sig í samkeppninni og lifað af. Sparast við slík átök oft gífurlegar fjárhæðir. Er ekki mál til komið, að rækilega sé hreinsað til í íslenska ríkisbákninu!? Bara ríkisútgjöldin eru um 730 milljarðar á ári. Með faglegri og framsækinni sparnaðaraðgerð mætti örugglega spara ótalda milljarða.4. Umbætur með sparnaði, ekki nýjum álögum Skv. ofangreindu, mætti losa um mikla fjármuni, sem síðan mætti fjárfesta í menntun, heilbrigðiskerfi, vegakerfi og velferð aldraðra. Er með ólíkindum, hversu lítils framlag fyrri kynslóða er metið hér, og verða aldraðir nánast að tína brauðmolana, sem af borði velferðarríkisins hrjóta.5. Stórfellt átak í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Það hefur farið fram hjá mörgum hér, að búið er að ganga heiftarlega á lífríki jarðar, og eyða og útrýma jurta- og dýrategundum í stórum stíl, auk þess, sem búið er að spilla lofti og legi í alvarlegum mæli. Ég skil það ekki að unga fólkið, sem landið á að erfa, skuli hafa horft upp á þetta þegjandi og hljóðalaust, og það er alvarlegt ábyrgðarleysi eldri kynslóðarinnar að láta þetta gerast. Það voru um 5 milljónir rjúpna á Íslandi fyrir hundrað árum, nú er búið að eyða þeim niður í 100 þúsund. Árið 1980 voru 32 þúsund selir við Ísland, nú eru þeir 7 þúsund. Verið er að drepa um fjórðung hreindýrastofnsins ár hvert, veiðimönnum til skemmtunar, líka næstum þúsund kýr frá 2ja mánaða kálfum sínum. Mikill skepnuskapur manna það. Stórhveli í úthöfunum voru um 500 þúsund fyrir 100 árum, nú eru þau um 60 þúsund. Og enn rembumst við við að halda úti hvalveiðum, að því er virðist af monti einu saman, því að ekki er gróði á því dýraníði.6. Niðurfelling skatta á ellilífeyri Mér sýnist að ellilífeyrir sé reiknaður og greiddur út með allt að 40% staðgreiðslufrádrætti. Með tilliti til þess að ellilífeyrisþegar hafa þá þegar greitt til samfélagsins alla sína ævi og ellilífeyrir er ekki býsna hár t.a.m miðað við húsnæðiskostnað, hefði ég talið, að fella ætti niður alla skatta á ellilífeyri og borga hann út óskertan. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eftir langa dvöl erlendis sér undirritaður að nokkru stöðu mála hér með augum aðkomumannsins. Það þýðir auðvitað ekki, að ég sjái allt réttar en heimamenn, en kannski sumt. Alla vega geta ný sjónarmið hresst upp á hugsun, umræðu og skoðunarmyndun.1. Upptaka evru eða beintenging krónu Efnahagslegar sveiflur hafa verið gífurlegar, einkum vegna smæðar og styrkleysis krónunnar. Hefur þetta valdið landsmönnum mikilli óvissu og oft hörmungum og fári. Þetta styrkleysi krónunnar hefur líka kallað á okurvexti, sem hafa legið eins og mara á lántakendum og skuldurum. Til að leysa þetta stærsta einstaka vandamál þjóðarinnar, þarf, annað hvort, að taka upp evru eða beintengja krónuna við evru, t.a.m. á grundvelli gengisins 1:130, en Danir hafa beintengt dönsku krónuna við evru, og hefur það tryggt Dönum sama efnahagslega stöðugleikann og sömu lágu vextina og gilda í evru-löndunum.2. Stórfelld vaxtalækkun Með ofangreindri aðferð og ábyrgri efnahags- og peningastjórn, ætti að vera hægt að lækka stýrivexti um 3,0-3,5% í framhaldinu. Slík vaxtalækkun gæti sparað landsmönnum allt að 180 milljörðum króna á ári, en heildarskuldsetning Íslendinga er um 6.000 milljarðar; Heimilin gætu sparað um 57 milljarða á ári = 60.000,00 krónur á mánuði hvert, fyrirtæki gætu sparað 75 milljarða og ríkið og sveitarfélög gætu sparað 48 milljarða á ári.3. Nákvæm úttekt á ríkisbákninu Mikið hefur orðið hér til af alls konar stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins. Má nefna Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sem vinna að svipuðum verkefnum. Mér er líka til efs, að ýtrustu hagkvæmni sé gætt í ráðuneytum og opinberum stofnunum. Í fyrirtækjum þarf stöðugt að hreinsa til og draga úr óþarfa kostnaði til að fyrirtækin geti staðið sig í samkeppninni og lifað af. Sparast við slík átök oft gífurlegar fjárhæðir. Er ekki mál til komið, að rækilega sé hreinsað til í íslenska ríkisbákninu!? Bara ríkisútgjöldin eru um 730 milljarðar á ári. Með faglegri og framsækinni sparnaðaraðgerð mætti örugglega spara ótalda milljarða.4. Umbætur með sparnaði, ekki nýjum álögum Skv. ofangreindu, mætti losa um mikla fjármuni, sem síðan mætti fjárfesta í menntun, heilbrigðiskerfi, vegakerfi og velferð aldraðra. Er með ólíkindum, hversu lítils framlag fyrri kynslóða er metið hér, og verða aldraðir nánast að tína brauðmolana, sem af borði velferðarríkisins hrjóta.5. Stórfellt átak í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Það hefur farið fram hjá mörgum hér, að búið er að ganga heiftarlega á lífríki jarðar, og eyða og útrýma jurta- og dýrategundum í stórum stíl, auk þess, sem búið er að spilla lofti og legi í alvarlegum mæli. Ég skil það ekki að unga fólkið, sem landið á að erfa, skuli hafa horft upp á þetta þegjandi og hljóðalaust, og það er alvarlegt ábyrgðarleysi eldri kynslóðarinnar að láta þetta gerast. Það voru um 5 milljónir rjúpna á Íslandi fyrir hundrað árum, nú er búið að eyða þeim niður í 100 þúsund. Árið 1980 voru 32 þúsund selir við Ísland, nú eru þeir 7 þúsund. Verið er að drepa um fjórðung hreindýrastofnsins ár hvert, veiðimönnum til skemmtunar, líka næstum þúsund kýr frá 2ja mánaða kálfum sínum. Mikill skepnuskapur manna það. Stórhveli í úthöfunum voru um 500 þúsund fyrir 100 árum, nú eru þau um 60 þúsund. Og enn rembumst við við að halda úti hvalveiðum, að því er virðist af monti einu saman, því að ekki er gróði á því dýraníði.6. Niðurfelling skatta á ellilífeyri Mér sýnist að ellilífeyrir sé reiknaður og greiddur út með allt að 40% staðgreiðslufrádrætti. Með tilliti til þess að ellilífeyrisþegar hafa þá þegar greitt til samfélagsins alla sína ævi og ellilífeyrir er ekki býsna hár t.a.m miðað við húsnæðiskostnað, hefði ég talið, að fella ætti niður alla skatta á ellilífeyri og borga hann út óskertan. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar