Staðreyndir um mismunun Halldór Gunnarsson skrifar 24. október 2017 09:30 Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00 Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi.
Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun