Körfubolti

Getur fólk loksins hætt að hlæja að Knicks og 76ers?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Porzingis líkar vel að vera aðalmaðurinn í New York.
Porzingis líkar vel að vera aðalmaðurinn í New York. vísir/getty
Síðustu árin hafa NBA-aðdáendur hlegið að NY Knicks og Philadelphia 76ers enda hafa liðin verið fallbyssufóður fyrir önnur lið. Það gæti loksins verið að breytast.

Bæði lið unnu flotta sigra í nótt. Philadelphia sótti sigur í Houston á meðan Knicks skellti Denver á heimavelli sínum.

Þetta var fyrsti sigur 76ers gegn Houston í níu leikjum. Ben Simmons skoraði 24 stig fyrir 76ers og Joel Embiid 22.

Knicks var að vinna sinn þriðja leik í röð þar sem Kristaps Porzingis skoraði 38 stig sem er hans besta í NBA-deildinni.

Boston Celtics er einnig heitt og vann sinn fimmta leik í röð er San Antonio mætti í heimsókn. Kyrie Irving að finna sig vel hjá Boston og skoraði 24 stig.

Úrslit:

Boston-San Antonio  108-94

Miami-Minnesota  122-125

NY Knicks-Denver  116-110

Houston-Philadelphia  107-115

Memphis-Charlotte  99-104

New Orleans-Orlando  99-115

Utah-Dallas  104-89

Portland-Toronto  85-99

LA Clippers-Golden State  113-141

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×