Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 10:39 Kolaorkuver spúir reyk út í andrúmsloftið. Styrkur koltvísýrings hefur ekki verið hærri í því í hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ára. Vísir/AFP Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun. Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun.
Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira