Fjárfestar að missa þolinmæðina gagnvart Snapchat Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 13:22 Fyrirtækið tapaði rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna. Vísir/Getty Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira