Fjárfestar að missa þolinmæðina gagnvart Snapchat Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 13:22 Fyrirtækið tapaði rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna. Vísir/Getty Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent