Bandarískir Demókratar unnu mikilvæga sigra Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2017 08:10 Demókratinn Ralph Northam verður næsti ríkisstjóri Virginíu. Vísir/AFP Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45