„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 07:24 Donald Trump flutti ræðu í suður-kóreskum þingsal í nótt. Skjáskot Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu. Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu.
Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila