Handbolti

Er Þórir búinn að yngja verulega upp í norska landsliðinu? | Mynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu.
Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP
Það er sagt að mynd segi meira en þúsund orð og handboltasíða með léttleikann í fyrirrúmi leyfði sér aðeins á dögunum að leika sér með mynd af Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni.

Íslenski handboltaþjálfarinn mætir með norska kvennalandsliðið á enn eitt stórmótið í næsta mánuði þegar Heimsmeistaramótið hefst í Þýskalandi.

Norska landsliðið er ríkjandi heimsmeistari og vann einnig gull á Evrópumótinu fyrir ári síðan. Norska liðið spilar sinn fyrsta leik á móti Ungverjalandi 2. desember næstkomandi en liðið er einnig með Argentínu, Póllandi, Tékklandi og Svíþjóð í riðli.

Þórir hefur haldið norska landsliðinu í fremstu röð frá því að hann tók við árið 2009 þrátt fyrir að liðið hafi gengið í gengum mikil kynslóðarskipti á þessum tæpa áratug.

Þórir hefur oft sett traust sitt á yngri og óreyndari leikmenn . Hann hefur því endurnýjað norska landsliðið um leið og hann hefur náð að landa tíu verðlaun á stórmótum.

Twitter-síðan (Un)informedHandball‏ birti hjá sér þessa mynd hér fyrir neðan.



„Norðmenn eru svo öruggir með að vinna einn HM-gullið að þeir eru senda fjórtán ára liðið sitt til Þýskalands“

Þórir stendur þarna fyrir framan ungar norskar handboltakonur og hver veit nema að hann eigi eftir að þjálfa þær í landsliðinu í framtíðinni. Það er hinsvegar ekki komið að því núna.

Á HM í Þýskalandi verður yngsti leikmaður liðsins aftur á móti hin tvítuga Helene Gigstad Fauske sem er að fara að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á HM 2017.

Í liðinu verða reynsluboltar eins og þær Heidi Löke, Camilla Herrem, Kari Aalvik Grimsbö, Nora Mörk og síðast en ekki síst markvörðurinn Katrine Lunde sem er 37 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×