Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 06:41 Melania og Donald Trump lentu í Suður-Kóreu nú í morgun. Utanríkisráðherra landsins, Kang Kyung-wha, sést hjá á milli þeirra hjóna. Visir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent