Lars segir óþarfi að óttast nýju stjórnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:48 Lars Christensen hefur meðal annars skrifað pistla í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, um árabil. VÍSIR/GVA Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira