Handbolti

Aron: Mér líður vel í líkamanum

Dagur Lárusson skrifar
Aron Pálmason
Aron Pálmason Vísir/getty
Eins og vitað er þá gekk Aron Pálmason til liðs Barcelona í vikunni frá ungverkska liðinu Vezprem. Aron var tekinn í viðtal hjá sínu nýja félagi í vikunni þar sem hann talaði meðal annars um tíma sinn hjá FH, árangur íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu og tíma sinn hjá Kiel og Vezprem.

„Þetta hefur veri frábært frá fyrsta degi, ég kann vel við fólkið hérna og leikmennirnir, þjálfararnir og aðstaðan hér er til fyrirmyndar.“

„Mér líður vel í líkamanum, ég hef verið að æfa með einkaþjálfara á Íslandi síðustu þrjá mánuðina en núna þarf ég bara að endurheimta tilfinninguna með boltanum og spila, ég verð orðinn tilbúinn eftir nokkrar vikur.“

„Ég byrjaði að spila handbolta þegar ég var 8 ára og ég elskaði íþróttina frá fyrsta degi. Ég spilaði líka fótbolta þar til ég varð 17 ára en þá ákvað ég að velja handboltann.“

„Þeir eru að standa sig með stakri prýði. Að komast á EM og HM er eitthvað sem þjóðin bjóst aldri við og þess vegna þegar við náum svona miklum árangri þá stöndum við öll saman.“

Aron var einnig spurður út í tíma sinn hjá Kiel og það tækifæri sem að Alfreð Gíslason veitti honum ungum að aldri.

„Ég átti frábær sex ár hjá Kiel og ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það tækifæri sem Alfreð veitti mér. Þett var allt svo nýtt, að yfirgefa fjölskylduna og vinina á Íslandi, það var erfitt.“

Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×