Góðar fréttir Auður Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar