Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 10:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gengur út af fundi í Washington D.C. fyrr í vikunni. Vísir/AFP John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un. Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un.
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37
Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29