Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular Fox Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 19:06 Shepard Smith. Vísir/Getty Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira