Laug ekki heldur misminnti Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 23:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt. Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt.
Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira