Reiði, gleði og blendnar tilfinningar Ágúst Már Garðarsson skrifar 14. nóvember 2017 11:59 Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun