Donald Trump yngri í samskiptum við Wikileaks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 06:44 Donald Trump yngri birti staðfestingar á samskiptum sem kosningalið hans hefur ætíð neitað fyrir. VÍSIR/GETTY Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03