Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 07:35 Donald Trump hefur verið í Víetnam síðustu daga en nú liggur leiðin til Filippseyja. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kína hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. Trump hefur verið á ferðalagi í Asíu síðustu daga og liggur leiðin nú til Filippseyja þar sem fundur ASEAN, Sambands Suðaustur-Asíuríkja, er hafinn. Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump. Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017 Á síðustu misserum hafa stjórnvöld í Washington og Pyongyang átt í orðastríði og hafa deilur Norður-Kóreustjórnar við nágranna sína og umheiminn sjaldan verið eldfimari. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“ Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kína hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. Trump hefur verið á ferðalagi í Asíu síðustu daga og liggur leiðin nú til Filippseyja þar sem fundur ASEAN, Sambands Suðaustur-Asíuríkja, er hafinn. Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump. Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017 Á síðustu misserum hafa stjórnvöld í Washington og Pyongyang átt í orðastríði og hafa deilur Norður-Kóreustjórnar við nágranna sína og umheiminn sjaldan verið eldfimari. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“ Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila