Handbolti

Einar Rafn kominn til Rússlands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einar Rafn Eiðsson er hörku vítaskytta
Einar Rafn Eiðsson er hörku vítaskytta Vísir/eyþór
Einar Rafn Eiðsson er loksins kominn til St. Pétursborgar eftir að hafa verið fastur í Lundúnum í dag.

Einar Rafn er fyrsta vítaskytta FH-inga og því afar jákvæðar fréttir fyrir liðið að hann sé kominn til móts við liðsfélaganna í Rússlandi.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Einar hefði ekki fengið sæti í flugvélinni sem ferjaði megnið af FH-liðinu til St. Pétursborgar.

FH spilar við lið St. Pétursborgar í vítakeppni í fyrra málið til að skera úr um hvort liðið fari áfram í EHF bikarnum. Bein útsending frá vítakeppninni verður á Vísi og hefst útsending klukkan 8:45.




Tengdar fréttir

Tveggja nátta vítaferð FH-inga

FH ferðast 5.400 kílómetra frá Íslandi til Rússlands og aftur til baka til að framkvæma eina vítakastkeppni. Liðið lendir aftur á Íslandi á sunnudagskvöldið. Sigurvegarinn mætir liði frá Slóvakíu í 3. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×