Kína rýmkar heimildir fyrir erlend fjármálafyrirtæki Ingvar Þór Björnsson skrifar 10. nóvember 2017 17:49 Donald Trump heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping, forseta landsins. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur