Munu ekki lengur sætta sig við ósanngjarna viðskiptahætti Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á ferðalagi um Asíu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00