Munu ekki lengur sætta sig við ósanngjarna viðskiptahætti Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á ferðalagi um Asíu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00