Trump hafði fögur orð um Xi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Kínversku forsetahjónin sýndu bandarískum gestum sínum merkileg kennileiti í höfuðborginni Peking. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira