Trump deilir múslimahatri bresks öfgahóps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 13:31 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump lýsir andúð á múslimum. Í kosningabaráttunni kallaði hann eftir að koma múslima til Bandaríkjanna yrði bönnuð. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila