Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 07:38 Donald Trump var maður síðasta árs að mat Time. VÍSIR/AFP Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent