H&M brennir meira af nýjum fatnaði en áður hefur komið fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2017 14:00 H&M er ein stærsta fataverslunarkeðja heims. Vísir/Getty Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld. Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld.
Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48