Handbolti

Seinni bylgjan: Fleiri flautur, færri slaufur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Sigurðsson var einn sérfræðinga Tómasar Þórs Þórðarsonar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hann lagði fram tillögu um umbreytingu á dómgæslu í handboltanum.

Strákarnir ræddu umdeildan dóm í leik Fram og ÍR og kom út frá honum þessi umræða um dómgæsluna.

„Það sem mér finnst vera mest að núna, og ekki bara hérna heima, er að þú ert með mikið af einhverjum eftirlitsmönnum sem eru þarna í jakkafötum og hafa ekkert að segja en mega útdeila spjöldum. Ég vil þetta fólk í burtu,“ sagði Dagur.

Hann vill fá í staðinn þriðja dómarann sem stendur á miðjunni og er alltaf ytri dómari. Hinir tveir eru þá á sínum vallarhelmingi fyrir sig og eru alltaf innri dómari þar.

Tómas Þór kom með slagorð fyrir Dag ef hann ætlaði að fara í baráttu fyrir þessum breytingum sínum: „Fleiri flautur, færri slaufur.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×