Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 17:14 Ajit Pai stýrir Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna. vísir/Getty Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira