Seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnir um afsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:45 Janet Yellen hefur verið seðlabankastjóri í fjögur ár. Trump ákvað að endurnýja ekki skipan hennar sem bankastjóra og fá frekar sinn mann í embættið. Vísir/AFP Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims. Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims.
Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48