Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 16:28 Volvo XC90. vísir/getty Alþjóðlega leigubílafyrirtækið Uber hefur í hyggju að kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar á árunum 2019-2021. Um er að ræða viðskipti sem gætu numið allt að 1,4 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hyggst kaupa bílana og bæta eigin skynjara við búnað bílsins. Markmiðið er síðan að bíllinn keyri sjálfur án manneskju undir stýri. Uber hefur staðið fyrir prufukeyrslum á 200 sjálfstýrðum bílum í Pittsburgh, San Francisco og Tempe, Arizona. Fyrir skömmu tilkynnti fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, að Waymo, sem einnig er í eigu þess fyrrnefnda, hefði tekist að koma á göturnar sjálfkeyrandi bílum í Phoenix í Arizona-ríki. Slíkt hefur aldrei tekist áður. Þróun bílanna er enn í gangi og er ekki hægt að taka til nota Volvo XC90 án þess að manneskja sitji undir stýri. Uber bindur þó vonir við að slíkt verði hægt í náinni framtíð. Samningur Volvo og Uber er ekki bindandi og felur það í sér að Uber getur nýtt sér framboð annarra bílaframleiðanda og Volvo selt bílana til annarra fyrirtækja en Uber. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðlega leigubílafyrirtækið Uber hefur í hyggju að kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar á árunum 2019-2021. Um er að ræða viðskipti sem gætu numið allt að 1,4 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hyggst kaupa bílana og bæta eigin skynjara við búnað bílsins. Markmiðið er síðan að bíllinn keyri sjálfur án manneskju undir stýri. Uber hefur staðið fyrir prufukeyrslum á 200 sjálfstýrðum bílum í Pittsburgh, San Francisco og Tempe, Arizona. Fyrir skömmu tilkynnti fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, að Waymo, sem einnig er í eigu þess fyrrnefnda, hefði tekist að koma á göturnar sjálfkeyrandi bílum í Phoenix í Arizona-ríki. Slíkt hefur aldrei tekist áður. Þróun bílanna er enn í gangi og er ekki hægt að taka til nota Volvo XC90 án þess að manneskja sitji undir stýri. Uber bindur þó vonir við að slíkt verði hægt í náinni framtíð. Samningur Volvo og Uber er ekki bindandi og felur það í sér að Uber getur nýtt sér framboð annarra bílaframleiðanda og Volvo selt bílana til annarra fyrirtækja en Uber.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira