Alþjóðlega leigubílafyrirtækið Uber hefur í hyggju að kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar á árunum 2019-2021. Um er að ræða viðskipti sem gætu numið allt að 1,4 milljörðum Bandaríkjadala.
Fyrirtækið hyggst kaupa bílana og bæta eigin skynjara við búnað bílsins. Markmiðið er síðan að bíllinn keyri sjálfur án manneskju undir stýri. Uber hefur staðið fyrir prufukeyrslum á 200 sjálfstýrðum bílum í Pittsburgh, San Francisco og Tempe, Arizona.
Fyrir skömmu tilkynnti fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, að Waymo, sem einnig er í eigu þess fyrrnefnda, hefði tekist að koma á göturnar sjálfkeyrandi bílum í Phoenix í Arizona-ríki. Slíkt hefur aldrei tekist áður.
Þróun bílanna er enn í gangi og er ekki hægt að taka til nota Volvo XC90 án þess að manneskja sitji undir stýri. Uber bindur þó vonir við að slíkt verði hægt í náinni framtíð.
Samningur Volvo og Uber er ekki bindandi og felur það í sér að Uber getur nýtt sér framboð annarra bílaframleiðanda og Volvo selt bílana til annarra fyrirtækja en Uber.
Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar
Daníel Freyr Birkisson skrifar

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent