Handbolti

Sigurbergur og Theodór fastir í Reykjavík og missa af leiknum við Aftureldingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurbergur Sveinsson
Sigurbergur Sveinsson Vísir/Anton
Tveir markahæstu menn ÍBV, Sigurbergur Sveinsson og Theodór Sigurbjörnsson, verða ekki með liðinu gegn Aftureldingu í kvöld þar sem þeir eru fastir í Reykjavík.

Þetta staðfesti Karl Haraldsson, fulltrúi handknattleiksdeildar ÍBV, við íþróttadeild nú rétt í þessu.

Þeir voru báðir í Reykjavík þar sem konur þeirra eru við það að fæða börn, og ekki er hægt að gera slíkt í Vestmannaeyjum. Sigurbergur ætlaði að fara með flugi til Vestmannaeyja nú rétt í þessu, en flugið var fellt niður vegna ófærðar.

Lið Aftureldingar fór til Vestmannaeyja með Herjólfi og því mun leikurinn fara fram samkvæmt áætlun, en hann hefst klukkan 18:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Uppfært 17:15

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson verður heldur ekki með ÍBV vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×