Handbolti

133 leikja sigurganga Barcelona endaði í kvöld | Aron náði ekki að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. vísir/getty
Íslenskir handboltamenn voru á ferðinni í evrópska handboltanum í kvöld eins og oft áður á miðvikudagskvöldum.

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona náðu aðeins jafntefli á móti Guadalajara, 26-26, en Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna 133 deildarleiki í röð.

Aron klikkaði á báðum skotum sínum í leiknum en Valero Rivera var markahæstur með sjö mörk. Aron reyndi lokaskot Barcelona en það fór í vörnina.





Geir Guðmundsson og félagar í Cesson-Rennes unnu 32-31 útisigur á Aix. Geir skaut tvisvar í leiknum en náði ekki að skora.

Gunnar Steinn Jónsson var ekki valinn í 28 manna hóp Geir Sveinssonar fyrir Evrópumótið í Króatíu en fór fyrir sínu liði í sigri í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.



Gunnar Steinn var með fimm mörk og þrjár stoðsendingar í 30-22 útisigri IFK Kristianstad á Helsingborg. Arnar Freyr Arnarsson nýtti eina skotið sitt í leiknum en Ólafur Guðmundsson lék ekki með í kvöld.  

IFK Kristianstad er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar en hefur leikið tveimur leikjum meira en Alingsås HK. Þetta var tíundi deildarsigur Kristianstad í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×