„Þetta skraut á sérstakan stað í hjarta mínu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 20:30 Nú mega jólin koma fyrir Ásgerði. Vísir / Úr einkasafni „Jólin eru mér mikilvæg. Þau sameina fjölskyldu og vini. Það er ekkert dýrmætara en að vera öll saman og njóta,“ segir Ásgerður Friðbjarnardóttir. Hún er mikið jólabarn og skreytir heimili sitt meðal annars með einstöku skrauti sem foreldrar hennar bjuggu til - forláta burstabæ og handgerðum jólasveinum. „Pabbi minn, Friðbjörn Óskarsson, smíðaði burstabæinn árið 1988 eða 1989. Mömmu hafði lengi langað í svona bæ því amma mín átti svipaðan svo pabbi tók til sinna ráða og smíðaði eitt stykki fyrir hana. Mamma mín, Guðrún Hreinsdóttir, handgerði alla jólasveinana. Mamma keypti efniviðinn í þá árið 1987 og dundaði sér i einhvern tíma að gera þá. Það tók nokkur ár að fullklára settið. Að vísu vantar Hurðaskellir sem ég ætla að sauma sjálf núna í desember. Tilgangurinn með þeim var að raða einum og einum upp í þeirri röð sem þeir koma til byggða,“ segir Ásgerður og bætir við að bærinn og sveinarnir skipti sig miklu máli. Ásgerður hefur keypt meira skraut á burstabæinn.Vísir / Úr einkasafni„Þetta skraut á sérstakan stað í hjarta mínu því ég man mest eftir því úr minni barnæsku. Ég man hvað mömmu þótti gaman að setja það upp og er tilhlökkunin jafnmikil hjá mér. Ég hef meiri segja verið með upphaflega skrautið sem fer á burstabæinn og raðað svipað upp eins og mamma gerði en í ár ákvað ég að kaupa aðeins meira skraut á burstabæinn og raða ásamt gamla dótinu. Ég skipti þó alltaf um bómull. Eftir að allt er komið á bæinn þá strái ég glimmeri sem mamma lét mig hafa, sem hún stráði sjálf alltaf yfir,“ segir Ásgerður sem er hreint ekki viss hvort að skrautið muni erfast á milli kynslóða.„Frekjan ég fékk þetta í þetta skiptið svo er spurning hvort mín börn vilji eignast þetta í framtíðinni,“ segir hún og hlær. Jólasveinarnir knáu. Á myndina vantar Hurðaskelli sem er í vinnslu.Vísir / Úr einkasafniBorðaði pítsu með þvottaklemmu á nefinuÁsgerður er mikið jólabarn og það skiptir hana miklu máli að halda í hefðir og skapa nýjar með fjölskyldu sinni.„Við byrjum aðventuna oftast á að fara í jólabústað yfir helgi, bara við fjölskyldan. Þar eru jólasmákökur bakaðar, óteljandi ferðir farnar í pottinn og horft á jólamyndir. Afslöppun út í eitt. Á Þorláksmessu sameinumst við fjölskyldan og förum í skötuveislu til Indriða bróður pabba míns. Það er algjörlega ómissandi, skötulyktin kemur með jólin. Við fjölskyldan förum alltaf í Brynjudal i Hvalfirði að sækja jólatré þar sem að börnin saga það sjálf niður og bera í bílinn. Á aðfangadag er alltaf farið í sund fyrir hádegi og síðan fáum við okkur jólagraut í hádeginu. Og það allra besta er að fara í jólamessu klukkan 18 á aðfangadag. Sitja í fallegri kirkju í rólegheitunum. Svo í lokin þegar Heims um ból er sungið og kirkjuklukkurnar klingja þá eru jólin komin.“En á þetta jólabarn einhverja eftirminnilega jólaminningu? „Ég ólst upp í Hnifsdal sem barn. Foreldrar mínir voru duglegir að skapa yndislegar minningar sem ég hef að hluta til tileinkað mér. Við fórum alltaf á Þorláksmessu til afa og ömmu í skötuveislu þar sem að skata var borðuð en amma græjaði pítsu fyrir okkur börnin sem vildum ekki skötu. Við sátum inn í eldhúsi með þvottaklemmu á nefinu og borðuðum pítsuu á meðan fullorðna fólkið sat í borðstofunni og gæddu sér á skötu og hamsatólg sem afi minn hafði verkað. Ég man hvað það var óþægilegt að hafa þvottaklemmuna á nefinu en maður lét sig hafa það. Eftir skötuveisluna var farið heim og jólatréð skreytt. Ilmurinn af trénu var svo yndislegur og man ég alltaf hvað mér þótti yndislegt að vakna á aðfangadagsmorgun og finna ilminn í stofunni. Amma mín og afi nutu með okkur samverunnar á aðfangadagskvöld. Það var svo yndislegt að hafa þau hjá okkur. Þau byrjuðu að vera hjá okkur eftir að yngsti sonur þeirra flutti að heiman,“ segir Ásgerður og er með það á hreinu hvað sé það besta við jólin.„Samverustundirnar með fjölskyldu og vinum. Að skapa fallegar minningar og hefðir.“ Jól Jólaskraut Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Jólin eru mér mikilvæg. Þau sameina fjölskyldu og vini. Það er ekkert dýrmætara en að vera öll saman og njóta,“ segir Ásgerður Friðbjarnardóttir. Hún er mikið jólabarn og skreytir heimili sitt meðal annars með einstöku skrauti sem foreldrar hennar bjuggu til - forláta burstabæ og handgerðum jólasveinum. „Pabbi minn, Friðbjörn Óskarsson, smíðaði burstabæinn árið 1988 eða 1989. Mömmu hafði lengi langað í svona bæ því amma mín átti svipaðan svo pabbi tók til sinna ráða og smíðaði eitt stykki fyrir hana. Mamma mín, Guðrún Hreinsdóttir, handgerði alla jólasveinana. Mamma keypti efniviðinn í þá árið 1987 og dundaði sér i einhvern tíma að gera þá. Það tók nokkur ár að fullklára settið. Að vísu vantar Hurðaskellir sem ég ætla að sauma sjálf núna í desember. Tilgangurinn með þeim var að raða einum og einum upp í þeirri röð sem þeir koma til byggða,“ segir Ásgerður og bætir við að bærinn og sveinarnir skipti sig miklu máli. Ásgerður hefur keypt meira skraut á burstabæinn.Vísir / Úr einkasafni„Þetta skraut á sérstakan stað í hjarta mínu því ég man mest eftir því úr minni barnæsku. Ég man hvað mömmu þótti gaman að setja það upp og er tilhlökkunin jafnmikil hjá mér. Ég hef meiri segja verið með upphaflega skrautið sem fer á burstabæinn og raðað svipað upp eins og mamma gerði en í ár ákvað ég að kaupa aðeins meira skraut á burstabæinn og raða ásamt gamla dótinu. Ég skipti þó alltaf um bómull. Eftir að allt er komið á bæinn þá strái ég glimmeri sem mamma lét mig hafa, sem hún stráði sjálf alltaf yfir,“ segir Ásgerður sem er hreint ekki viss hvort að skrautið muni erfast á milli kynslóða.„Frekjan ég fékk þetta í þetta skiptið svo er spurning hvort mín börn vilji eignast þetta í framtíðinni,“ segir hún og hlær. Jólasveinarnir knáu. Á myndina vantar Hurðaskelli sem er í vinnslu.Vísir / Úr einkasafniBorðaði pítsu með þvottaklemmu á nefinuÁsgerður er mikið jólabarn og það skiptir hana miklu máli að halda í hefðir og skapa nýjar með fjölskyldu sinni.„Við byrjum aðventuna oftast á að fara í jólabústað yfir helgi, bara við fjölskyldan. Þar eru jólasmákökur bakaðar, óteljandi ferðir farnar í pottinn og horft á jólamyndir. Afslöppun út í eitt. Á Þorláksmessu sameinumst við fjölskyldan og förum í skötuveislu til Indriða bróður pabba míns. Það er algjörlega ómissandi, skötulyktin kemur með jólin. Við fjölskyldan förum alltaf í Brynjudal i Hvalfirði að sækja jólatré þar sem að börnin saga það sjálf niður og bera í bílinn. Á aðfangadag er alltaf farið í sund fyrir hádegi og síðan fáum við okkur jólagraut í hádeginu. Og það allra besta er að fara í jólamessu klukkan 18 á aðfangadag. Sitja í fallegri kirkju í rólegheitunum. Svo í lokin þegar Heims um ból er sungið og kirkjuklukkurnar klingja þá eru jólin komin.“En á þetta jólabarn einhverja eftirminnilega jólaminningu? „Ég ólst upp í Hnifsdal sem barn. Foreldrar mínir voru duglegir að skapa yndislegar minningar sem ég hef að hluta til tileinkað mér. Við fórum alltaf á Þorláksmessu til afa og ömmu í skötuveislu þar sem að skata var borðuð en amma græjaði pítsu fyrir okkur börnin sem vildum ekki skötu. Við sátum inn í eldhúsi með þvottaklemmu á nefinu og borðuðum pítsuu á meðan fullorðna fólkið sat í borðstofunni og gæddu sér á skötu og hamsatólg sem afi minn hafði verkað. Ég man hvað það var óþægilegt að hafa þvottaklemmuna á nefinu en maður lét sig hafa það. Eftir skötuveisluna var farið heim og jólatréð skreytt. Ilmurinn af trénu var svo yndislegur og man ég alltaf hvað mér þótti yndislegt að vakna á aðfangadagsmorgun og finna ilminn í stofunni. Amma mín og afi nutu með okkur samverunnar á aðfangadagskvöld. Það var svo yndislegt að hafa þau hjá okkur. Þau byrjuðu að vera hjá okkur eftir að yngsti sonur þeirra flutti að heiman,“ segir Ásgerður og er með það á hreinu hvað sé það besta við jólin.„Samverustundirnar með fjölskyldu og vinum. Að skapa fallegar minningar og hefðir.“
Jól Jólaskraut Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira