Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2017 23:59 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax. Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax.
Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28