Vanmátu uppgang WOW air og annarra lággjaldaflugfélaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 16:46 KLM er elsta flugfélag heimsins, stofnað árið 1919. Vísir/Getty Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt. Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu. „Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers. Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér. „Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu. „Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér. Fréttir af flugi Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt. Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu. „Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers. Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér. „Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu. „Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira