Fótbolti

Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ísland verður í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í D-riðli á HM í Rússlandi næsta sumar en það varð ljóst þegar dregið var í riðla í Moskvu í dag.

Það var vel fylgst með drættinum í Argentínu eins og víða um heim. Og fyrstu viðbrögð fjölmiðla þar í landi var að það ætti ekki að vanmeta Ísland.

„Ísland virðist auðveldur andstæðingur en það sendi Króatíu í umspilið í Evrópu með því að vinna sinn riðill,“ sagði í lýsingu El Clarín í Argentínu.

„Þar að auki var það spútnikliðið á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Lítið land, mikill leyndardómur.“


Tengdar fréttir

Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn

Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×