ESB rannsakar skattgreiðslur IKEA Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 12:11 Upphæðin er talin nema um 125 milljörðum króna. vísir/getty Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013. IKEA Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013.
IKEA Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira